TF-Stuð

Ég þykist muna eftir mánudagsmorgnum í Árnagarði þar sem orð sem þessi féllu: "Djöfull var gaman í partíinu - ég man ekki neitt."

Helgin var góð og ég man flest - þrír eða fjórir bjórar lágu í valnum - sæææmilegt.

Júróvisjónkrakkapartí var prýðilegt og þessi keppni er í alla staði dásamlegt sjóv - en sleppa mætti þessari símakosningu og fá bara Sean Penn, Tarantino og Mary Robinson í dómnefnd. Allir sáttir? Allir sáttir. í dag fengum við Hanna síðan brúðuleikhússútgáfu af fjórum lögum: Spáni, Tyrklandi, Íslandi og Finnlandi. Unnur er búin að læra spænska textann utanbókar sem verður að teljast gott. Grímur fann djöflabrúðu og túlkaði finnska lagið sérlega vel. Hann á reyndar eftir að læra textann.

Við reyndum að "gleðja" börnin í dag. Fórum í imax-þrívíddarbíóið og sáum Risaeðlumynd. Grímur horfði á lófana á sér fyrir 7 evrur og 50 sent. Unnur sat stjörf og ég - enda ansi flott að láta Marc Bolan anda ofan í hálsmálið á sér...

Í framhaldinu fórum við á skásta veitingahúsið í Húsi djöfulsins og vorum afar spaunsk í háttum: Patatas bravas, spænsk eggjakaka, krókettur og kolkrabbi á kartöflum. Spænskt eldhús: mikil olía, mikil sterkja.

Þegar heim var komið reyndi ég að lesa blöðin og rómana uppi í rúmi en Grímur hélt fyrir mér vöku í næsta herbergi. Sá hafði dottið niður í einsmannsleik með dótið sitt og lék allar persónur sjálfur og það á spænsku! Spurning um að gera slíkt hið sama. Ég skil og les eins og moððerf. en er jafn tungulipur Gísli á Uppsölum. Fúlt er það en því miður svo - ég þarf ekki að tala spænsku mér til lífs (allavega sjaldan) og er ekki að stúdera málið djúpt en þetta sleppur til.

 Já, Rússarnir unnu Júróvisjón og líklega átti skautadansarinn stóran hlut í sigrinum. Hvernig væri að fá Einar Vilhjálms eða Skúla Óskars til að dansa með spjót og lóð á sviðinu, kannski undir söng Sverris Stormskers og Eyfa?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fæ enn hroll þegar ég hugsa um skautadansarann, brrrrrr!! Annars bara ágætis skemmtun þessi keppni. Tókstu nokkuð eftir þeim sem tilkynnti stigin frá Svíþjóð? Ég hef sjaldan hlegið jafn mikið, honum hlýtur að hafa verið vippað inn af götunni tveimur mínútum fyrir útsendingu.

"12 points goes toooo Swíeden...ohohoho"

Gunna sys (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 09:37

2 identicon

Já, snilld - hann sagði líka sænskan brandara :D það er ekki svo sjálfgefið

Hanna (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 14:31

3 identicon

Svo kom Svíinn með gullkornið: "You cannot vote on your own." Meistari.

Magnús (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 16:04

4 identicon

Hola minn kæri Arnar nafni alheimsins,

Ég vil biðja þig vinsamlegast að hækka aðeins hitann áður en við komum.  Það eru sko 20 stig á Agureyris þessa vikuna.  Mamma þín hringdi í mig í gær - ætlar greinilega að senda ykkur eitthvað góss.  Alltaf gaman að fá pakka að heiman.  Snilldarleikur hjá múttu þinni sem hringdi víst í 118 til að finna númerið mitt og bað um númerið hjá Hönnu Smáradóttur !!!!!  Flizzzzzzzzz  , hún hefur þá náð þeirri snilld að rugla saman nöfnunum okkar í c.a. 18 ár.  Hanna þú verður að viðurkenna að þetta er fyndið.  Múss og knúss, hlakka til að hitta ykkur öll og kveljast í kaldri sundlauginni. 

Heiðdís (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 09:40

5 identicon

Nei, þessum Svía var sko ekkert vippað inn af götunni - Björn Gustavson er vinsælasti kómíkerinn í Svíaríki um þessar mundir og átti alveg snilldarleg tilþrif í undankeppni Júróvisjón, Melodifestivalen. Ég skora á ykkur að kíkja t.d. á "Björn Gustavsson blir full" á YouTube, http://www.youtube.com/watch?v=AxSSlxPWNJA&feature=related. Stórsniðugt - me like!

 Björg

Björg (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 14:07

6 identicon

Heiddan mín, Jóhanna er enn að vona að þú og Arnar Rokk náið saman. Ég var og er bara á varamannabekknum...það verður samt að segjast að hún er hætt að kalla mig Heiðdísi þó hún þrjóskist við að kalla þig Hönnu...

Hanna (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 08:54

7 identicon

heiðdís,

 veðrið, já. það verða komnar 30 gráður þegar þú kemur. Laugin verður samt hræðilega köld. Síðan má alltaf sitja inni og horfa á Með allt á hreinu.

arnar (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband