Það sem ég hefði beðið Heiðdísi að koma með hefði ég munað það

Heiðdís og hennar fjölskylda eru á leið í heimsókn - nú eru þau að ég held í Barcelona.

 

Þetta hefði ég beðið Heiðdísi að koma með hefði ég munað það:

 

Ég myndi hafa viljað munað

að láta hana kaupa

ýmiskonar munnlegan unað

líkt og lakkrís og prins og kannski harðfisk utanað

vík þeirri sem kennd er við Greni.

 

Hefði ég nokkuð kæst

yfir hákarli kæstum

og hrútspungum (næstum)

ég ætla að muna það næst.

 

Frábært hefði verið 

að fá með rjóma skerið

og við nögl skorið bláberið

og naturligvis sykrið.

 

Eins hefði ég viljað flot

siginn fisk á leiðinni í rot

og auðvitað brennivínsskot

...................................Not.

 

Þó gott verði að fá í heimsókn Heiðdísi

betra hefði verið hákarlalýsi

en kannski hún lumi á svörtum draumi (eða Rísi)

eða frá 66 gráðum norður flísi.

 

En hei, kannski hún komi með lúðu

eða úr kristjánsbakaríi súkkulaðisnúðu

en eflaust fæ ég í staðinn slúðu (r)

 

Kannski, já kannski fæ ég Kalda

eða kaldan Víking

can't beat the feeling

swing.


Rækjusalat fagurt með eggjum

brauðtertu skreytta skinkumanni

á aspasleggjum

og bóndadóttur með blæju

sem læðist með fram veggjum.

 

 ekki gleyma borgara úr Gellunesti

og gellur í nesti.

 

 Maður gerir fátt annað en skrimta

fínt hefði verið að fá Friðrik fimmta

en kannski væri það heldur frekt

 

Hundakex og kannski maltölsdós

og volga Gunnars kokteilsós

og fari menn enn til sjós

væri fínt að fá þyrskling.

 

En auðvitað er hér allt til alls

(hef samt ekki séð mola frá Hals)

Hráskinkan gleður drengi fróma

og ostana bera þeir fram með sóma.

 

 Ég hefði hana beðið að koma með Guðjón

en hann er upptekið snuð-flón

eða kannski pabba hans, Hauk,

og rauðan víking-bauk.

 

Jú, og kannski eina góða glæpasögu

og fjórðungspart úr þykkvabæjarflögu

og steik og Asna frá Grillinu á Sögu

og kaffilús frá Brögu.

 

Á endanum íslenskt mont og uppskafning

hangikjöt, grænar Ora og jafning. 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snillllllld ! ! ! Hvílík upptalning á nauðsynjum, innrím, útrým, stuðlar og stöku höfuðstafur. Megas þarf eiginlega að búa til lag við þetta svo Íslendingar geti sungið þetta á þorrablótum erlendis...Þorraþræll er löngu útrunninn með allt þetta glóbal vorming, engum frýs lengur í æðum blóð í Febrúar nema við að kíkka á gengi krónunnar...

Hanna (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 15:09

2 identicon

Ég hlýt að vera frábær fyrst ég fæ eina athugasemd við kveðskapinn og það fá konunni. Þetta er svipað og þegar Hitler var að mála myndirnar sínar og mamma hans klappaði honum á bakið.

arnar (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 17:46

3 identicon

svo var hann líka grænmetisæta, þeas, Hitler, hefði ekki verið hægt að bjóða honum hrútspung með hangifleti, eitthvað Jónnúrvörlegur kveðskapur, líklega þessi hálfdapurlega nostalgía, þú ert samt fyndnari en hann. Bið að heilsa Heiðdísi

Brynja (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 21:51

4 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Já, þetta er hálfgerð "nostralógía" eins og kerlingin sagði, en sannar kenninguna um það að Íslendingar verða ekki skáld eða rithöfundar nema þeir fari í burtu frá Íslandi. Dóri litli frá Laxnesi skrifaði ekki almennielgar bækur nema helst að hann væri á Ítalíu, yngri sporgengill hans Pétur Gunn, skrifaði mun betur í aix enProvence en heima á klakanum. Bókmenntafræðilega heitir þetta að maður sjái þetta ekki almennilega nema maður "fái fjarlægð á hlutina."

Ég skil ekki af  hverju þessi skáldskapur, sem minnir meira á þá félaga Hallgrím P. og Eggert Ó. en Jónúrvör, er ekki tekinn upp á síður Morgunblaðsins. Þetta passar í stóran vísnaþátt hjá Pétri litla Blöndal og svo þyrfti að fara að skipta út bloggurum eins og Jensi Guð og séra Svavari fyrir eitthvað vitrænt. Og upplag Morgunblaðsins myndy vaxa.

Sverrir Páll Erlendsson, 8.6.2008 kl. 08:02

5 identicon

Hæ!

Þetta er rosalega flott.

Kv, Unnar

Unnar (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 10:46

6 identicon

Dinni þú ert snillingur!

Sorella Gunna (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 11:20

7 identicon

Hitler var í klassa með Elvis upp á móðurtengingar. Þú ert hins vegar í klassa með... öh... engum? Þú ert skáld í sérflokki!

Magnús (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband