16.6.2008 | 18:25
Leikþátturinn: "Gervilegur herramaður á Amtsbókasafninu"
Við erum stödd á Amtbókasafninu á Akureyri. Gervilegur herramaður á fimmtudagsaldri í rykfrakka og með sólgleraugu skoðar auglýsingar á korktöflu í andyri safnsins, yfirgefur safnið en snýr síðan við og heldur rakleitt að afgreiðsluborðinu.
G.H. (Gervilegur herramaður)
A.M. (Afgreiðslumaður).
G.H.: Góðan daginn
A.M: Góðan daginn, get ég aðstoðað?
G.H.: Tja, ég er nú reyndar að leita að bókum handa krökkunum, þú veist til að taka með í fríið.
A.M.: Þá er nú af nógu að taka. Hvað eru krakkarnir gamlir?
G.H.: Þetta er á öllum aldri, frá fjögurra og upp í sextán.
A.M. Aha.
G.H. Er þessi þarna Þorgrímur Þráinsson ekki dálítið góður, hann var nú afbragðsfótboltamaður og ekki reykir hann. Hann hefur að ég held skrifað bækur fyrir krakka á öllum aldri.
A.M.: Já, Þorgrímur, hann rennur út þessa dagana.
G.H: Kannski ég taki bara það sem þú átt eftir Þorgrím, litla fólkið mitt spænir í sig bækur og það gengur ekki að vera bókalaus í bústaðnum. Blindur er bóklaus maður í bústað.
A.M.: Aha, ha, ha. Já, við skulum sjá. Best að fletta upp á kalli. Við skulum nú sjá, 10 færslur: Tár, bros og takkaskór, Sorgmædda konan, Skrúfur og skrúfutakkar. Það er töluvert inni.
G.H: Láttu mig bara fá allan pakkann. Þetta er svo magnaður höfundur.
A.M: En þessi nýja eftir hann, sem kennir þér að láta kellinguna tísta, he, he. Ekki viltu hana?
G.H. Ha? Ég er ekki alveg með, best að taka allt með, þetta er svo helvíti magnaður höfundur.
Athugasemdir
Leikþáttur sem gerist í og við lítinn söluturn í hafnarhverfinu.
V: Viðskiptavinur
A: Afgreiðslumaður
V: „Jú, góðan daginn. Ég ætla að fá slatta af klámblöðum hjá þér, svona fimm sex stykki, sem ég ætla síðan að nota til að fróa mér yfir í einrúmi. Hafðu þau endilega soltið svæsin, ég kalla ekki allt ömmu mína í þeim efnum, haha. Heyrðu... úff, þarna gleymdi ég mér. Öh... ég ætla að fá einn tópas, einn pakka af Earl Grey... uuu... vettling fyrir garðvinnuna, ég meina vettlinga... já og eina túnfisklangloku. EKKI GLEYMA SVO KLÁMBLÖÐUNUM!“
A: „Þetta verða þá 17.438 krónur.“
V: „Djöfull er þetta dýrt maður. En hei, það kostar að rúnka sér á þessum síðustu og verstu! Hahahaha!“
(Yfirgefur verslunina)
V(stundarhátt): „Það er allt að fara til helvítis út af þessum djöfuls aröbum maður. Kræst."
TJALDIÐ
Magnús (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.