Leiđinlegar laugarnar - laug Arnar

Ég hef veriđ ađ vinna ađ brúnkunni međ töluverđum árangri, ţiđ verđiđ ekki svikin ţegar ţiđ sjáiđ mig í Laugunum eftir mánuđ. Bjórinn sér ístrunni fyrir fyllingu og er ţađ vel. Svei ţeim karlmönnum sem berjast viđ ístruna eins og óvin, svei ţeim hégóma. Best er ţegar maginn er fullur af hráskinku, ostum, pylsum, bjórum og í hálsinum og munninum er ekki pláss fyrir orđ bara dćs, bara dćs.

Og ég sem ćtlađi ađ ganga út međ Eyjafirđi og gista í tjaldi. Nú ţori ég ţví ekki. Ég vil ekki vakna upp međ órökuđum Birni eđa hugsanlega ekki vakna upp. Ha? Reyndar á ég svissneskan vasahníf međ sög og naglaţjöl og ţótti beita Osoto Otoshi af töluverđri natni. Og hver er munurinn á Óda og ísbirni? Enginn. Ef ég mćtti Birni órökuđum myndi ég finta hann eins og ţađ heitir á handboltamáli - finta ađ hćtti Eggertsonar Ţorleifssonar Valsmanns, eđa Halldórs Haukamanns. Anthony Hopkins lék í Nóbelsverđlaunamynd fyrir nokkrum árum. Ţar leikur hann mógul sem týnist í óbyggđum ásamt nokkrum öđrum. Ţar lenda ţeir í slag viđ skógarbjörn, skógarbjörninn hefur bara áhuga á svarta manninum í hópnum og endar međ ţví ađ éta hann. Ekki fallegur bođskapur ţađ. Nú lít ég út eins og svarti mađurinn - kannski mćti ég ísbirni međ hvítan strýtuhatt og kyndil uppi á heiđum.

Óskaplega geta stórţjóđirnar kúkađ í buxan sín í fótbolta; vonarstjörnurnar Portúgal og Holland međ kúk upp á bak. Rússland var vopnađ blautklútum og barnasálfrćđi og Holland sofnađi vćrt úti í vagni. Spánverjar gćtu fariđ á límingunum í kvöld; ţeir eru bestir en ţeirra eigin haus er ţeirra versti óvinur. Ítalir eru ţeirra Svíagrýla. Ţćr falla reyndar á endanum.

Unnur og Grímur kláruđu skólann á föstudaginn. Námsárangur frábćr. Unnur ţótti sýna einstakan árangur í spćnsku. Lokahóf var síđan haldiđ ađ skóla loknum og var ţađ prýđileg skemmtan. Unnur tók ţátt í danssýningu og Grímur fékk medalíu fyrir ţáttöku í fótbolta sem hann reyndar gafst upp á á endanum. Magnađ hvernig ţessi grey hafa sigrast á einu og öđru undanfariđ ár. Ţađ er ekki lítiđ á ţetta fólk lagt.  

Hvađ er verst ţegar mađur er ađ lćra tungumál? Ađ fá símhringingu; kannski frá banka, eđa skólanum eđa íţróttadeild bćjarins sem tjáir manni ađ hugsanlega sé mađur kominn inn af biđlista og blah blah. Oft skilur mađur ekkert fyrstu mínútuna - síđan kemur eitthvađ stikkorđ, aha. Svo giskar mađur á erindiđ út frá samhengi og reynir ađ hiksta eitthvađ. Spánverjar eru reyndar afar kurteisir og ţolinmóđir viđ ţessar ađstćđur. Margur íslendingurinn vćri margbúinn ađ skella margsinnis á ţennan helvítis útlending.

Bretarnir okkar eru í heimsókn. Unnur sýnir góđa tilburđi í enskunni og Grímur skellti flottu thank you út úr sér ţegar hann fékk einhverja gjöf.  

Hitinn ţessa dagana er rosalegur. Madridíngar tala um"höggiđ". Ţví sumarhitinn skellur eiginlega á í kringum miđjan júní. Allt í einu. Og síđan fer hann ekkert. Ţađ eru engar sveiflur. Bara 35 stig í ţrjá mánuđi. 

Ég elska tennis. Wimbledon fer ađ byrja. Og ég mun sitja međ gin og tónik og njóta ţess. Stúdera teoríuna og rassskella síđan Nafna og Örra ţegar ég hitti ţá nćst. Já, međan ég man, í vikunni tók ég stöđupróf í tennis. Bullandi stressađur tók ég viđ uppgjöfum frá kennaranum og leiđ eins og bólugröfunum unglingi í stć 102. Reyndar er ekki ljóst á ţessu stigi hvort einhver pláss eru eftir en viđ skululum sjá til. Ég gćti líka keypt mér borđtennisborđ og stuttar buxur a la Guđjón og sett annan borđshelminginn upp og spilađ viđ sjálfan mig. Ekkert ađ ţví ađ spila viđ sjálfan sig ef annađ ţrýtur.

Langt síđan ég hef heyrt í Mo Shark og Ljót og Guđ-jón er enn ađ glíma viđ 9-11 árasirnar á tvíburasörverinn í MA. 

"Yes, until 1989 beer was banned in Iceland" "Why?" Uh. Stundum verđur manni svarafátt.

Spćnsk götufyllerí. Ţau heita Botellón. Reyndar hef ég aldrei orđiđ beint vitni ađ ţeim. En mig grunar ađ ţau fari fram međ eftirfarandi hćtti: spánskir unglingar hittast á leiksvćđum og hafa međferđis plastpoka međ Mahou bjórflöskum brúnum (lítri) og Don Simon-fernurauđvíni (lítri). Og svo er sötrađ. Ég var frekar rólegur í tíđinni í den en ţá eins og ná var stíll yfir kalli; Absolut vodki í appelsínusafa. Don Simon-fernurauđvín (lítri) kostar innan viđ evru. Absolut-aumingi kostar örugglega vel yfir 2000.

Ágćtu lesendur (báđir) ef einhver vill skella sér til heitu landanna frá 1.-20. júlí. Opiđ hús. Öl, ostar, skinkur og sundlaug. Gin og tónik úti á svölum.

Lifi Spánn. Niđur međ Rómverja! 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ú á Spán og ú á Real Madrid. Ég verđ ađ viđurkenna ţađ ađ ég hélt innilega međ Ţjóđverjum gegn Portúgal. Gott ađ Ronaldo skuli vera úr leik. Svo ég tali nú ekki um myrkrahöfđingjann Scolari.

Hefur ţú séđ myndirnar á www.svp.is af körfuboltaleik FIMMA og 68-kynslóđarinnar? Ţetta var eins og í Hringadróttinssögu. Ţeir sendu nýtt og nýtt liđ inn á völlin en FIMMA tókst ađ verja körfuna af miklu harđfylgi.

Unnar (IP-tala skráđ) 23.6.2008 kl. 13:13

2 identicon

Liggur ţjóđin öll í ţynnku?

Magnús (IP-tala skráđ) 30.6.2008 kl. 16:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband