Davíð

Þessa dagana er ég að lesa ævisögu Davíðs Stefánssonar - ekki er hún gallalaus en ég skemmti mér allvel við lesturinn.

Ég rakst á þetta ljóð í gær sem ég kannaðist ekki við - enda enginn sérfræðingur í skáldinu - þótt margt hafi fallið mér vel í geð í gegnum tíðina.

 

Vornótt 

í nótt er gott að gista Eyjafjörð

og guðafriður yfir strönd og vogum.

Í skini sólar skarta haf og jörð

og skýjabólstrar slegnir rauðum logum.

 

Það veit hver sál, að sumar fer í hönd,

en samt er þögn og kyrrð um mó og dranga,

og hvorki brotnar bára upp við strönd

né bærist strá í grænum hlíðarvanga.

 

Svo ljúft er allt í þessum heiða hyl,

svo hátt til lofts og mjúkur barmur jarðar,

að víst er engin veröld fegri til

en vornótt björt í hlíðum Eyjafjarðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband