31.8.2008 | 18:35
Um það þegar menn syntu í Eyjafjarðará
Af aumum
Eyjafjarðará í ágúst heitum
æpir á eftir mönnum feitum:
Standið upp frá steik og majónesi,
stefnumót við eigum úti á nesi.
Keppi skal nú kæla,
kroppinn gamla stæla,
standa upp frá bjór og svínalund
og sigur þreyta sund.
Aumt er yfir eiginlega flestum
Aumir hanga yfir matarrestum
Einn er þunnur, annar konu barnar.
Aðeins einn er maður: Arnar.
Augum hina illum lítur:
Eruð þið menn eða músaskítur?,
majonesið niður manninn brýtur
mjög eruð þið rúmlega vaxnir ítur.
Afi minn var alinn upp á þessum slóðum
áin ætíð var hans heilsulind.
Heyrt frá mönnum hef ég fróðum
að á haustmánuðum hafi synt
upp strauminn eftir sauðum óðum
og síðan þurrkað sér í kind.
Upp leit Baldur upplitsdjarfur:
Brúkar mjög þú munninn stóra,
felldi Jói froðu stjarfur
en frændi Valgerðar varð rauður sem karfur.
Þurftu fleiri reyndar frýjur
(Fólin höfðu hjarta á við 12 ára píur)
Í fitu fáið þið allir fullt hús, kútar,
fattið þið, eins og í keppni hrútar.
Eitt og eitt sást tár á hvarmi
Éttu skít þú þarna, armi.
Eitthvað virtist í þá spunnið.
Æði virtist á þá runnið.
Baldur ferðar bjóst til niður að á
bærðist neðri vörin blá.
Hildar Jói hljóp við hliðina á.
Hokið Auðmennið með frosið bros á ská.
Bakvið hús hjá Braga
bróðir Hönnu faldi sig í laut
vaxinn hátt með vöðvastæltan maga
væla heyrðist: Áin er svo blaut.
Reið á vaðið Ranra fyrstur
raust upp sína hóf þá byrstur:
Síðastur sem stekkur verður kysstur
Stukku útí þá þær systur.
Upphófst grátur endalaus
Æ, millitáamanni fraus.
Duglega er frosið daus.
Déskoti er freðinn haus
Vatnið tók Jóa í læri
en Indriða í rass
Baldur virtist hræddur vatns.
Voðalegt er þetta góðæri.
Allir hófu að æpa á guð,
allir nema Már.
Voru á þá vaxin skuð
virgínsk og laus við hár?
Arnar tók þá alla í fangið
og arkaði heim á leið.
Heimilisfólkið var hrætt og bangið
og hafði tilbúið lýsi og skeið.
Arnar oní rúm þá bjó
og öll á báttin kyssti
Sussubía sussuró
Sofnaði sá fyrsti...
Ég vona að saga þessi seggjum kenni
að sinna betur líkama og á sál
að tölvu betri er bókarögn og penni
að bögglesið á ekki séns í kál.
Athugasemdir
Samið í lautinni bakvið húsið hans Braga
Stæltur Arnar stendur á bakka
straumhörð áin seiðir hann
en frosinn hræddur hann hristir makka
að synda er list sem hann ekki kann
Steini (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 00:03
Þegar Arnar varð fyrir vatnsbyssuárás úr launsátri
Beygir að bænum á hjóli og vælir
Beygur Arnar sár mælir
Föt engin þurr segist eiga
greyið þykist ekkert mega
Indriði (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 19:07
Hahahahahhahaha....... dásamlegt alveg hreint
Birna (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 20:36
rakin snilld Ranra! En heyrdu, dropinn sem thu færdir mér er búinn. Ferdu ekki ad koma aftur?
Guðjón H. Hauksson, 3.9.2008 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.