Haglél

Fiðrildi er íslenskt orð sem vekur furðu útlenskra. Trevor, liverpúlski mannvinurinn sem ég kynntist í Heidelberg á sínum tíma þreyttist aldrei á því að máta orðið í munni sínum og hlæja við - eins þótti honum "bídl" undarlegt fyrirbæri. Haglél er líka soldið spes. Líka soldið spes að Madridíngar upplifi slíkt. Í útvarpinu áðan var viðtöl við elstu menn í Madríd og auðvitað mundu þeir ekki annað eins.

Ég var í prófi í morgun - asnalegt að fara í próf - alltaf þetta stress. Þetta var reyndar bara stöðupróf og sosum ekki hægt að falla - og í framhaldinu var munnlegur hluti. Kúrsinn byrjar síðan 1. október og þá er loksins komið lag á þessar spænskuþreifingar. 

Get varla beðið eftir að komast í rútínu; krakkarnir eru orðnir leiðir hvort á öðru og vita ekki að pillan sem slær á allt heitir skóli og byrjar á mánudaginn.

"Á stuttum buxum"; 8. bindi ævisögu Guðjóns Haukssonar frá Grenivík er nýkomið út. Í þessu bindi segir höfundur frá árunum á Akureyri - frumkvöðlastarfi á enter-takkanum og kynnum sínum af sundíþróttinni. Á bókarkápu stendur: "Guðjón og Stephen Hawking eiga það sameiginlegt að vera andlegir risar í fangelsi eigin líkama - þeir gefast aldrei upp og innan múrsins, innan fangelsins flögra þeir um víðáttur andans." "Meistaraverk" (K.B). "Hið fallegasta við mannskepnuna er geta hennar til að standa stöðugt aftur á fætur. Guðjón er mannskepna." (Fréttablaðið).

Las "On Chesil Beach" eftir Ian McEwan um daginn. Ekki lesa hana. Hún er frábær. Hún er of. Ég neyddist til að skera lauk að lestri loknum. Bók þessi er nýkomin út á íslensku. Sá brakandi nýja útgáfu af Skugga-Baldri á spænsku í dag. Sú bók var flott.

 

Á maður að fara á REM? Þeir verða hér 1. okt á frægasta Nautabanahring Spánar, Las Ventas. REM; frá 1982-1992 var magnað dæmi. Auðvitað fer ég, vonandi taka þeir ekki Losing my Religon. Vonandi spila þeir bara Murmur í heild sinni. Nú, síðan koma snillingarnir í Wedding Present í heimsókn. Þá liggur við að maður detti barasta íða, ha?  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert minnst á borðtennisinn?

Annars væri mjög þarft verk að skrifa ævisögu Hallgríms Bachmann sem kenndi sig við Grýtubakka í Grýtubakkahreppi. Forfaðir minn og frumkvöðull í læknislist á Íslandi. Ég myndi vera þér innan handar um heimildir.

Unnar (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 14:51

2 identicon

Ég hef misst af því að setja athugasemdir á rétta staði en mikið hefur þessi Íslandsdvöl blásið þér skáld í blóð. Nú er efni til að efna til bókar, drengur :)

svp (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 11:00

3 identicon

Til hamingju með daginn gamli

Gunna sys. (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 08:19

4 Smámynd: Guðjón H. Hauksson

Sæll kallinn minn og til hamingju með daginn! Gúmple anjós felíþ! Felísíðað.

Mannskepnan

Guðjón H. Hauksson, 22.9.2008 kl. 09:31

5 identicon

Sæll og blezaður nafni alheimsins,

Til hamingju með afmælið, bara orðinn jafn gamall og ég.  Verst að ég er ekki að koma í heimsókn til þín eins og til stóð, þá hebbði ég nú fært þér harðfisk úr verbúð Smára Jóns og e.t.v. íslenska mæru.  Lofa samt að senda þér alvöru pakka bráðlega.  Stórt knús frá mér og kær kveðja frá nafnagrílunni í tennis

Heiðdís (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband