22.9.2008 | 19:29
The return of the "thin" white duke, throwing darts in lovers' eyes
Allt of fá ljóð fjalla um pílukast, þá göfugu íþrótt, en hver kannast ekki við þetta?
"To get to sleep in latitudes called upper
Is difficult at first for Englishmen.
It's like being sent to bed before you supper
For playing darts with father's fountain-pen,
Or like returning after orgies, when
Your breath's like luggage and you realize
You've been more confidential than was wise"
og önnur klassísk hending í tilefni dagsins: "Ég er tvítugur í dag - ég nenni ekki neinu".
Nú hef ég náð Sverri Páli í aldri, reyndar má segja að ég hafi gert það í fyrra. Hann og einstaka eðalmenni eru svo merkilega saman sett að ná 35 aldri og halda honum síðan. Þetta er ekki öllum gefið. Kvenfólk reynir þetta með allskyns trixum sem einatt klikka. Þetta snýst nefnilega ekki um útlit heldur viðhorf. Margir sjóarar eru svona; 55 ára en samt bara 35 (eða í raun bara 22ja).
Séð utan frá með hlutlausum augum, með fullkomna hlutlægni að vopni má segja að Akureyri sé fallegasti bær landsins - á sama hátt má segja að stálgítarriffið í "One hundred years from this day" með Byrds sé besta stálgítarriff í heimi - á sama hátt má segja að Meg Ryan og Nicole Kidman séu í raun skúfendur og á sama hátt má segja að Andri Snær sé í raun David Duchovny aka Dan Petrescu. Á sama hátt, og gleymið ekki þessu með hlutleysið og hlutlægnina, má ljóst vera að besta ár sögunnar, liðinnar og framliðinnar, var, hefur verið og mun vera árið 1972.
Hvort sem brugðið er niður fæti í menningu eða listum, íþróttum eða tísku, börtum eða bernaise, öll vötn renna til ársins 1972. Þar var einhverju hámarki náð. Fyrir 1972 var uppgangur eftir 1972 var hnignun.
Lou Reed gerði Transformer: "And the coloured girls go doo doo"
Laxness reit Guðsgjafaþulu: Íslandskokteill: koníak og rauðvín.
Stones gerðu Exile on Main street og létust daginn eftir í rútuslysi.
Miles Davis slengdi í eina netta swingplötu: Tevatn tíkurinnar (Bitches Brew).
Fyrsta Godfather.
Svalasta hefndarsaga frá því að ísl.sögur voru og hétu: Get Carter með meistar Michael Caine.
David Bowie varð Ziggy Stardust.
Marvin Gaye spurði bróður sinni hvað væri að gerast;
" Can't find no work, can't find no job, my friend
Money is tighter than, it's ever been
Say man, I just don't understand
What's going on across this land
Ah, what's happening brother?
Yeah, what's happening? What's happening my man?"
og í dag - á þessum degi sem ég deili með Nick Cave og Julio Iglesias sigraði ég kerfið. Já, þetta er dagurinn sem ég sigraði kerfið og mætti með síðasta eyðublað nr. 2b og náði já náði að skrá mig í málakúrs ríkisins hjá frænku hans Francos. Kannski er þetta sálfræði hjá þeim. Þeir eru glúrnir þeir spánsku. Frjálshyggjumenn vilja að menntun kosti og segja að þá muni fólk vanda sig meira við að mennta sig. Kannski ef við lítum svo á að tími sé peningar. Nú er ég búinn að sækja um skólann með líkamanum - ég er búinn að berjast og þótt að ég fái ömurlegan kennara og þótt einhver setji teiknibólu í stólinn minn og kennaratyggjó í hárið á mér mun ég aldrei gefast upp því ég mun minnast ferðanna með eyðublöð og ljósrit og kvittanir og aha, nei, ég mun aldrei gefast upp.
Já, þeir eru glúrnir þeir spánsku. Á bókasöfnum fara þeir ekki billegu leiðina, það er að sekta menn fyrir að skila bókum seint eins og á Íslandi. Nei, þeir nota trix frá tímum rannsóknarréttarins - það er rosalegt. Ég get varla sagt það. Það er of. Þeir nota hefndina og sparka þar sem maður er aumastur. þeir setja mann í straff. "Þú skilaðir viku of seint - þú færð ekki að taka bók í viku." Vá. Þvílíkir meistarar. Það er nefnilega alltaf hægt að borga sektir en að vera settur í bókastraff, it 'urts eins og kellingin sagði.
Ég skráði mig í rækt í þeim tilgangi að fara í jóga og liðka mig aðeins. Einhver hafði líka hvíslað að mér að Pílatus væri líka rosasniðug leikfimi. Ég fór í fyrsta Pílatus-tímanum um daginn og fannst hann dálítið skrýtinn. Í byrjun tímans (ég skildi ekki allt) var einhver í hópnum látinn "verann" . Ung kona með svart alskegg var valin og síðan áttu allir að hlaupa á eftir henni og reyna að klukka hana. Það gekk vel og einhver náði að klukka hana. Mikill sviti. Síðan var henni réttur þungur trékross og nú átti hún að hlaupa með hann. Allir hinir fengu hamar og nagla og áfram hélt eltingarleikurinn. Þetta var rosa áreynsla - mikil brennsla.
Þið afsakið að lítið skuli vera um myndir- við gleymdum nefnilega snúrunni á íslandi í fríinu.
Mér sýnist líka að myndin af þessari með krossinn sé dálítið hreyfð.
Athugasemdir
Fischer-Spassky. Reykjavík 1972.
Magnús (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:26
Enn og aftur: Til hamingju með daginn karlinn minn. Ég get ekki verið sammála því að fæðing þín marki upphaf mikils hnignunarskeiðs þótt þú lítir svo á málin sjálfur.
Guðjón H. Hauksson, 22.9.2008 kl. 21:25
fín pæling hjá þér, en ég verð að leiðrétta eitt, Bitches Brew kom út 1969, hins vegar kom On the Corner út 1972 kv.
kv
Már
Arnar Már Arngrímsson, 23.9.2008 kl. 07:25
Mér finnst þú fyndinn til lukku með að vera jafngamall frúnni um stund, ég sakna ykkar
mússímússí (vona að þið fremjið ekki sjálfsmorð) http://www.youtube.com/watch?v=5VcORS2Sooc
Bryssan (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 22:16
Til hamingju með daginn. Árið 1972 var líka árið sem Derby County vann Texakó bikarinn en það var keppni írskra og enskra liða sem að komust ekki í Evrópukeppnina.
Unnar (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.