Studies for Figures at the Base of a Crucifixion, 1944

Fáir vita að Francis Bacon leitaði uppi útigangsmenn

á götum Lundúna

bauð þeim heim til sín og eldaði oní þá dýrindis mat -

fyllti þá síðan af gini uns þeir duttu út af -

tók þá til óspilltra málanna;

sótti vélsögina -

sagaði af þeim hausinn -

sótti vaselínið og makaði á hnúa hægri handar -

tók í hnakkadrambið á líkinu með vinstri

og tróð hægri handlegg upp í endaþarminn á því

(líkt og fiskvinnslukona að smokra sér í ermahlíf)

 

og hóf á loft þennan mannlega pensil -

lagðist síðan til atlögu við strigann vopnaður ælandi strjúpa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já hann er súr kallinn, flott lýsing á verkunum hans, knoss á ykkur

Brynja (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband