Grínverjinn

Í skólanum fengum við eftirfarandi verkefni: að svara nokkrum spurningum á borð við þessa:

"Hvað myndir þú gera ef þú værir forseti Bandaríkjanna?"

og "Hvað myndir þú gera ef heimsendir yrði á morgun?"

Við fengum nokkur dæmi um svör - sniðug svör og auðvitað vildi ég líka vera sniðugur.

Spurning tvö bauð strax upp á möguleikann á útúrsnúningi: "Y tú qué harías si te dijeran que el mundo se acaba manana? (Hvað myndir þú gera ef heimsendir yrði á morgun). Vegna þess að annað af stóru blöðunum hér á Spáni heitir El Mundo og hægt væri að skilja spurninguna svo: "Hvað gerðir þú ef El Mundo hætti að koma út á morgun" - nú, þá sagði ég í fyndni minni (lausleg þýðing): "Mér finnst "El Mundo" ömurlegt...", (pása: og allir stóðu á öndinni; svörin fram að þessu höfðu jú verið: ég myndi eyða þessum degi með vinum mínum, blah, blah) og síðan bætti ég við (áfram í fyndni minni) "ég kýs fremur El País" (von um hlátur og klapp...). Nei. Kennarinn horfði á mig af vorkunn og útskýrði fyrir mér að þarna væri verið að tala um heiminn en ekki blaðið, blaðið væri með stórum staf - þá var þetta búið. Ég þurfti að útskýra grínið og þá dó það. 

En ég get ekki kvartað (jú reyndar...) kennarinn, hún er góð. Reynslumikil og ljúf og hún kann milljón aðferðir og leiki sem eiga að plata fólk til að tala.  

Vesalings kanarnir og errin þeirra. Ætli raflost dugi ekkert?

Það er ekki ónýtt að læra spænsku og fá arabísku í kaupbæti. Eitt skrýtið arabískt orð bættist við í gær: El ataúd: líkkista. Ekki mjög rómanskur bragur á því.

Uppáhaldsfalsvini mínir á spænsku má finna í eftirfarandi setningu:

"El ejecutivo está constipado" auðvitað ætti það að merkja: "Yfirmaðurinn er vanskitinn" Nei.

Það þýðir: "Skrifstofumaðurinn er með kvef." Já, hemmi minn.

Annars held ég mikið upp á orðið puzzle, sem borið er fram púþle.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst brandarinn þinn mjög fyndinn. Lærði spænsku i 2 ár 6 tíma á viku í menntó, og svo bjó ég í Frakklandi og ekkert er jafn ósexy eins og Bandaríkjamenn að reyna að tala útlensku, sillevúuuuupleij,

Þeir bara ná ekki útlensku, gengur ver en Þjóðverjum sem eru nú með ansi sterkan hreim,

Haltu áfram að reyna að vera fyndinn á spænsku, það að geta djókað á öðru tungumáli ber þess líka merki að þú sért orðinn nokkuð góður, að Spánverjarnir hafi ekki húmor er ekki þitt vandamál.

Tobba vinkona Brynju og Valla (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband