Euroshopper (þrátt fyrir digurbarka)

Eitthvað er maður orðinn pennalatur og líklegast á það ekki eftir að skána það sem eftir lifir desembermánaðar.

Framundan er löng helgi og þá verður bensínfóturinn snyrtur og lagt í hann um hádegið - áleiðis til bæjarins Graus í Pýraneafjöllunum. Þar verður skíðað, smíðað og ríðað á smáhestum staðarins.

Skammt frá Graus er skíðasvæðið Graus; þar er snjór og endalaus gleði.

Ég fór í sturtu í gær - það var gaman, svo borðaði ég; það var gott svo fór ég að sofa; jammjamm.

Fyndið með væntingar. Við verðum á Tenerife um jólin og ég hef mjög ákveðnar væntingar til ferðarinnar. Ég sé alltaf sömu myndskeiðin þegar ég hugsa um Tenerife um jólin; ég í tennis, ég að hlaupa á ströndinni við sólarupprás, kýlandi út í loftið með hvítt handklæði um hálsinn. Ég að borða paellu og ég að kaupa þjóðbúningadúkkur og blævængi með bros á vör. Sjáum til. Vonandi verður ekki hret. Hvernig ætli hret sé á spænsku?

Vissuð þið að Cádiz er talin elst borga Vestur-Evrópu; yfir 3000 ára gömul. Þetta lærði ég í morgun. Mig langar að kíkja til Cádiz.

Góðir menn hafa verið að ota að mér húsum á Akureyri. Er það vel. En segið mér eitt, þorir einhver að læsa sig utan í lán upp á 15 mills í dag? Er það ekki æði óða mannsins? Á maður ekki bara að kaupa 70 fermetra í blokk og leigja helminginn fjölskyldu frá Vietnam? Það er ljóst að þetta kerfi að maður komi sér upp húsnæði sem maður á kannski 30 prósent í og með restina á bakinu er gengið sér til húðar - allavega með verðtryggingu og næs. En hvað skal gera? Safna? Hvernig safnar maður 25 milljónum? Ég veit það. Maður kaupir miða í spænska jólalottóinu og vinnur "þann feita".  

Ég mæli með því að við komum upp einhvers konar skyldusparnaði handa krökkunum okkar; 15 prósent af tekjum þeirra fram að þrítugu fari í sjóð sem eyrnamerktur er húsi. Nú má ljóst vera að Íslendingar fara að fara ítölsku leiðina; það er að börnin verða heima fram að þrítugu (hið minnsta).

José vinur minn og systur hans tvær eru um þrítugt og enn þá öll heima. Mér skilst að það gangi bara vel.

Kapall = Caballo, sbr. kaplamjólk, merkilegt? Ha?

Gjörið svo vel, fáið ykkur snakk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé svipuð myndskeið og þú þegar ég hugsa til jólanna, hlaup á ströndinni og hanaslagur í sundlauginni.

Hlakka til að sjá ykkur!

G

Guðrún A (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 18:48

2 identicon

Skemmtilegt, þegar ég hugsa um sólarstrendur sé ég einmitt líka fyrir mér þig að hlaupa á ströndinni með státlegar herðarnar sveipaðar hvítu handklæði.  þú ert ekki í neinu öðru og þú joggar með þaninn brjóstkassann og brosir kankvíslega.

Vallitralli (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 09:06

3 identicon

jössess, skylduverk mitt fór illa í þetta sinn. O jæja þá er ég bara með bronsið í kommenti.  Ég fæ mér snakk með gleði og leik mér að myndinn sem trallinn minn varpaði þarna upp.  Njótið skíðanna kæra fólk og dæs hef því miður ekki svar við húsapælingum þínum, þessar hugsanir bergmála líka í hausnum á mér, held að það besta sé bara að leigja næstu árin, við kannski getum deilt saman blokkaríbúð í Smárahlíðinni?

Brynja (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 11:17

4 identicon

ég elska líka svona orðatengingar, eins og td í Suður Ameríku er bófaflokkur sem heitir skamstöfuninni CLCA og er borið fram klíka, ætli íslenska orðið klíka sé komið þaðan. Fyndnast væri ef þú værir á hjólaskíðum á ströndinni.

Bless i beli Tobba

Tobba (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 16:38

5 identicon

Þú flýtur sofandi að feigðarósi. Það fer engin maður til Kanaríeyja nema til þess að glata sálu sinni. Reyndu að forðast Abba-diskótekin, þjófana, mellurnar ... En frá Kanaríeyjum kemst samt engin óskaddaður.

Unnar (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:28

6 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Ja, kæri skíðamaður.

Krónan er á hraðri uppleið og ég bý hérna megin við húsið.

Ég held að hret sé rodeo á spænsku.

Þó að þeir eigi nóg af smokkfiski og risahumri og hrísgrjónum til að geta eldað pæju eiga þeir hvorki rjúpu, hangiket, harðfisk né hákall og þaðanaf síður bragðgóða skötu. Kannski eins gott af því að Jónas Hallgrímur Pétursson Gröndal orti forðum:

Upp úr fötu aldraðri
átján skötur drógu,
urðu löt af lyktinni
og lágu flöt til góu.

Heitir Sankti Klás Felix á Spáni? er ekki eitthvað talað um felicidad, hvernig sem það er nú skrifað.

Ha det hyggeligt om julen og nytåret. 

svp

Sverrir Páll Erlendsson, 4.12.2008 kl. 23:33

7 identicon

Viljiði ekki bara koma og búa með okkur í Snægilinu? Það yrði ágætis sambúð. Mér líst ofsalega vel á svona ítalska stórfjölskyldustemningu. Svo eigum við líka bílskúr ef einhver færi í fýlu.

Guðrún A (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 09:04

8 identicon

Sæll vinur,

Alltaf gaman að fylgjast með ykkur. Hvernig er það, þegar þú hleypur á ströndinni ertu klæddur í rauða sundskýlu?

Annars er ég með jólakort til ykkar, hvert er best að senda það fyrst þið svíkið landann um jólinn og eyðið ykkar dýrmætu evrum á Kanaríeyjum? Ef þið hittið Guðna þá bið ég að heilsa.

Birgir Örn og có.  

Birgir Orn Birgisson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband