Síðasta færsla ársins

Stuð - óstuð.

Á ókristilegum tíma, einhvern tímann í nótt verður haldið til Tenerife á vit sólar og ævintýra, hótelsvítna og diskóteka og óinternets. Það verður barasta fínt.

Í byrjun janúar mun ég fara yfir árið í listum: best í tónlist, besti maturinn, stærstu sigrarnir, sárustu töpin, sárasta sóttin usw.  Valinn verður Þjóðverji ársins og í framhaldi af því snýting ársins. Mikil spenna.

En núna hef ég hins vegar ekkert að segja: er búinn að vera að laga til í allan dag og öfugt við Stephan G. sem var bóndi og neyddi sig til að yrkja á nótunni, þá nenni ég ekki að sýna af mér aga og alemennsku.

Ef þið viljið komast í jólaskap og fyllast auðmýkt og mannkærleika bendi ég ykkur á að hlusta á Andrarímur á Rás eitt frá síðasta sunnudegi.

Blessi ykkur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H. Hauksson

Blessi þig og ykkur.

Gleðileg jól úr Byggðavegi 136

Guðjón H. Hauksson, 22.12.2008 kl. 00:14

2 identicon

Ef ég man rétt þá vantar líka þúfur í landslag þarna sunnan við stórkaupmannahafnarsvæðið sem takmarkar VERULEGA möguleika þína á að liggja grátbólginn á milli slíkra, sérlega ef metnaðurinn til Stephan-copying er sterkur. Fékk annars hörkuflassbakk til "gömlu góðu daganna" í nýlegu pári frá þér síðan þegar ég sprangaði í marakkóskum þjóðbúningi við hýrar augnagjótur innlendra manna. Skyldi heldur engan undra, reynum að setja okkur í sömu spor ef við mættum Norðurafríkubúa í fullu "Piltur og Stúlka" átfitti á rölti um Þingholtin. Mitt stærsta áhyggjuefni nú er hvort þeir eigi nægilega stóran brjóstahaldara þar syðra fyrir væntanlegt kommbakk. Gleðileg jól og takk fyrir mig sl. árið.

Orri Ingþórsson (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband