22.1.2009 | 15:38
Síðasta bloggfærslan
Mér hefur þótt óþægilegt að blogga að undanförnu. Maður er óþægilega á skjön við allt og alla á Íslandi og ekkert get ég sagt gáfulegt um ástandið þar.
Mér verður æ oftar hugsað til orða Brechts um að það sé allt að því glæpsamlegt að tala um tré á stríðstímum, þið kannist við þetta þið sem kannist við þetta.
En þetta er búið að vera gaman og ekki síst góður skóli og styrkt mig í trúnni að ég geti komið frá mér þokkalegum texta. Takk fyrir allar athugasemdirnar og peppið.
Ég get "glatt" ykkur með því að á þessu ári (vonandi) ætla ég að setja skúffuna með skrifunum á bók og gefa út í svona 200 eintökum. Fyrstir koma fyrstir fá eða eins og sagt var um einn kvenmann fyrir vestan: fengu fleiri en vildu.
adios
a
Athugasemdir
Nei Arnar. Þetta er ekki sanngjarnt! Þú ert ljósið í myrkrinu. Þú mátt ekki gera okkur þetta vinum þínum sem horfa til þín eftir smá glætu. Eins og segir í kvæðinu sem þú vísar til:
Ég bið þig sem sagt: Haltu áfram! Þú þarft alls ekki að skrifa eitthvað gáfulegt um íslenskt land og þjóð. Þú ert heldur ekki einn um það að vera "á skjön við allt og alla". Það erum við öll.
Hlakka til að lesa meira...
Guðjón H. Hauksson, 22.1.2009 kl. 21:49
Neiiiii - þetta er eitt uppáhalds bloggið mitt - ekki hætta!!
En jæja, við bara vonum að andinn komi yfir þig aftur, ég bíð og vona.
Bestu kveðjur!!
Kolbrún Kolbeinsdóttir, 22.1.2009 kl. 23:35
Skora á þig að halda áfram. Ég mun krefjast þess að fá eintak af meintri bók. Jafnvel þótt forkaupsréttur sé eitthvað sem ekki sé vinsælt í dag.
Unnar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 11:10
Já, nei þetta gengur ekki Arnar! Hér er ég með potta og lok og skapa hávaða á heimilinu (gáfulegt eða hittþó) þangað til þú sérð að þér!!
María Páls (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 12:06
Nei, nei og aftur nei, þú ert skemmtilegasti og gáfulegasti bloggari sem ég þekki, og ef þetta er Maria Páls leikkona og ein besta vinkona mín sem er með færsluna hér að ofan, þá tek ég undir með henni.
Viltu taka frá eintak af bókinni fyrir mig. taktu pásu ekki hætta, mun kommenta hér þar til þér snýst hugur,
Tobba
tobba (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:34
Vinur minn, ekki gera brúna lengri milli okkar, er sammála Guðjóni, þú þarft ekkert að vera gáfulegri en við hin. Bara demba á okkur kaldhæðnislegum húmor af og til. Ef ekki verður hægt að sannfæra þig að byggja bloggbrýr þakka ég fyrir mig.
Brynja (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 18:05
Þú hættir ekki að blogga núna! Ég kíki inn á hverjum degi með þá von í brjósti að komin sé ný og skemmtileg færsla um eitthvað (mis)gáfulegt.
Gunna sys (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 18:15
Leitt er einan að lesa Mogga,
þar lýkst ei neitt upp fyrir mig,
og ef þú hættir bara að blogga
er best ég fari og hengi mig...
en fyrst verð ég að fá eintak
Sverrir Páll Erlendsson, 24.1.2009 kl. 21:03
Adios sjálfur. Má ég þá strika þig út af tenglalistanum? Ég veit reyndar ekki hvort ég tími að kaupa bókina þína, geturðu ekki bara haldið áfram að blogga? Hvað hefurðu svo sem annað að gera þarna í Madrid? Hins vegar skil ég vel þörf þína fyrir að koma hugverkunum á prent. Ég hef lengi litið á þig sem svar okkar Brekkusnigla við Eyrarpúkanum eftir Jóhann árelíuz. Bernskusögur af Brekkunni væru kærkomnar. Að vísu er svo stutt síðan þú sleist barnskónum að í endurminningum þínum verður ekkert Grísaból, ekki gamla lögreglustöðin, ekki malbikunarstöðin við Þórunnarstræti, ekki neðstu öskuhaugarnir þar sem við drápum rotturnar, engin vinstri umferð, engin Drangey (Brekka/Garðshorn), engin litla búðin eða mjólk á flöskum, engin Sambandsverksmiðjubruni eða Linduveður. Jæja, skítt með það. Láttu bara vaða.
Stefán Þór Sæmundsson, 27.1.2009 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.