Færsluflokkur: Dægurmál

Jeeves og Wooster

Á bæjarbókasafninu eru ekki margar bækur. Nokkur þúsund spænskar og svona 43 enskar. Í enskuhillunni rakst ég á bók sem heitir Right Ho, Jeeves eftir Wodehouse. Ég kannaðist aðeins við þetta fyrirbæri, vissi af þáttunum sem gerðir voru eftir bókunum, en ég hafði annars litla hugmynd um ðettað. Og ég verð að segja að þetta er skrambi skemmtileg bók. Stikkorð sem lýsa henni: Oscar Wilde, farsi, Fýkur í laufi, Tweed, stiff upper lip.

Hvað segið þið, gott fólk, einhver sem hefur sterkar skoðanir á þessu fyrirbæri? Þekkið þið höfundinn vel? Skrifaði hann fleira gott?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband