Næstsíðasta færsla fyrir jól

Horst Tappert er dáinn. Ég kom ekki nálægt því. Eitthvað gruggugt við þetta. Þýskur leynilögregluforingi fellur frá á besta aldri. Þessu máli er ekki lokið.

Ef Birgir Örn les þetta, þá segi ég: blessi þig og þína, farsælt komandi ár, sjáumst sem fyrst (þú færð ekki jólakort, þetta var jólakortsígildi).

Merkilegt, þær eru víst enn þá að spyrja um Birgi Örn, spænsku stelpurnar á Benal Beach. Ótrúlegt hvað Spánverjar eru minnugir á ljóshært fólk, enda þótt það sé annars ekki upp á marga fiska.

Merkilegt hvað kemur upp í hugann. Ég fór einu sinni á fótboltaæfingu með Birgi Erni hjá uppeldisfélagi hans, Skallagrími. Þetta var á undirbúningstímabilinu og fór æfingin fram á Ásvöllum í Álverinu. Ég man ekki betur en heilbrigðisráðherra hafi komið með okkur. Allavega. Ég hélt að þetta yrði gaman - en sjá ég lenti í sjálfsmorðum úti í eitt og sleit æfingunni af sjálfsdáðum og fór ælandi inn í búningsklefa. Mikið var ég síðan glaður þegar Biggi kom að hugga mig. Nei, hann kom ekki til að hugga mig. Hann kom til að skamma mig fyrir að hafa slitið æfingunni af sjálfsdáðum. Blessi þig.

Hvað meir? Hanna greip nýjasta Dylan með í síðasta ferðalagi. "Tell tell signs" safn af úttökum og bastörðum frá síðustu 20 árum. Afar gott. Afar gott. 

Ég gerði einu sinni tilraun til að læra á gítar. Það var í vetrarfríi í Þýskalandi. Byrjaði vel. Komst á skrið. Linaðist í aganum og lufsaðist niður. Mig minnir síðan að ég hafi brotið gítarinn í æðiskasti. Ég man að ég tók að láni á bókasafninu í Köln nokkuð sem ég efast um að teljist algengt - kennsluplötu í gítarleik. Þar var meðal annars lagið Bloing in ze winth. Ég æfði mig á því. Það var ekki gaman. En sjá, ég mun hefja leik á ný. Bíðið þið bara.

Jólin eru ljót þegar menn kaupa of mikið.

Er að lesa þvílíkan doðrant á spænsku og er afar stoltur. Henning Mankell, og heitir líklega  "Áður en frystir" hafi hún komið út á íslensku. Nú er ég búinn með tvo þriðju og hún er á verulegri niðurleið. En það er gaman að hjakkast í einhverju sem maður skilur. Um daginn reyndi ég við Flughlauparadrekann. Held hún hafi verið á afgönsku. Gekk allavega frekar stirðlega.

Ég veit ekki hvort ég nenni að skrifa um ferðalagið um daginn. En það var gott ferðalag með vönduðu fólki. Ég vildi að ég væri vandað fólk. Ekki. Það var hressandi að skoða 3000 manna þorp í norðrinu og fara upp í fjöllin. Þetta var allt annað líf. Kannski meira síðar.

En allavega góðar fréttir: nú fara að berast myndir á ný. Húrra. Húrran�v � Madr�darfj�llumSumar � �xnadalsystkindur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Assgoti er alltaf gott vedur hja ther ljufurinn, her er bara grátt ofaná grátt, Sviarnir farnir ad baka lussebullar og kjötbollur, og madur vaknadu upp vid godan draum i gaer thegar jardskjalftahrina reid yfir Skán, á dauda mínum átti ég von, en ekki thessu, Svíarnir ekki lengi ad flykkjast ut med vasaljos ad leita ad sprungum i jörd, ekki er nu öll vitleysan eins. Bid nu eftir ad brodir minn komi med allt sitt hyski, hefur ekki lengur efni a thvi ad bua i Barcelona, kannski hann komi med tapas og gott vin

Gledileg jol, thu vandadi madur.

Tobba bloggvinkona

tobba (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 14:16

2 identicon

Arnar og allt þitt hyski, hér færðu jólakortsígildi, það inniheldur ósýnileg ígildi:

Skemmtilegra teikninga og smellinna frasa sem fá þig til að brosa

Loforða um matarboð og lífrænt ræktaðan bjór

Faðmlaga sem hlýja þér um hjartarætur og áframsendast til konu og barna

Áform um helgarheimsókn á vormánuðum

Vináttu hamingju og hlýju

Hafðu það gott sjar-mörinn minn

Brynja (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 14:51

3 identicon

Þú ert skemmtilegur. Ertu með tölvupóst?

Magnús (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 00:18

4 identicon

Ekki á morgun heldur hinn,sjáumst á sundlaugarbakkanum...víhíííí!!

Gunna sys (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband